Flóttinn mikli

Já það lítur út fyrir að það verði flótti frá Liverpoll í sumar, Babel fer til Arsenal fyrir slikk Dossena og Agger fara fyrir lítið og svo kemur það mér ekki á óvart að Gerrard færi til AC milan til að enda ferilin með stæl. Hann er sennilega búinn að sætta sig við það að fara í sögubækur Liverpoll sem besti miðjumaður L'poll en ná ekki að vinna Premierlige og svo í lokinn gæti Alonso líka farið frá félaginu til stærra félags...


mbl.is Liverpool hyggst losa sig við Babel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ekki flótti heldur sala. Babel vill spila meira með Liverpool, það er málið. Mér finnst vitleysa að selja Agger en ljóst er að hann verður seldur með talsverðum hagnaði.

Svo vinnur Liverpool Úrvalsdeildina á þessu ári eða því næsta.

Páll Geir Bjarnason, 16.4.2009 kl. 16:43

2 identicon

skelfilega hefur þú lítið skynbragð á það sem er að gerast hjá félaginu. Gerrard er nýbúinn að lengja samninginn og sagðist hvergi ætla að fara og vill enda sinn feril hjá Liverpool. Hann á samt ein 4 ár eftir í þessu formi væni minn enda bara 28 ára gamall. 

Alonso er mjög sáttur og nýbúinn að gefa það út að hann vilji vera lengur.

Babel er vissulega í hættu á að vera seldur en aldrei fyrir eitthvað slikk, enda eru menn að pæla í að fá stjörnu striker með Torres frammi... það hefur verið í umræðunni í allan vetur.

Agger er í samningaviðræðum og vill helst af öllu vera lengur og Benites vill halda í hann. Hann á eitt ár eftir af samning. Persónulega vona ég að Agger og Skrtel verði máttarstólpar í þessari Liverpool vörn næstu árin og Carra verði til vara.

Dossena verður mjög líklega seldur enda ekki verið mjög góður í vetur að undanskyldum 3 leikjum.

Þannig að rétt í þessu hjá þér er það að Babel og Dossena eru á útleið og mjög eðlilegt. Þótt Babel sé gríðarlegt efni þá er hann ekki sá klassa leikmaður sem Benites ætlaði. 

Helst er það að frétta að David Villa er orðaður við Liverpool, en hann myndi líklega spila sóknartengilið í staðinn fyrir Gerrard, sem myndi falla aftur á miðjuna með Alonso. 

Ég fylgist mjög vel með öllum helstu fréttamiðlum og teljast þessar heimildir öruggar.

Frelsisson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:13

3 identicon

Þetta síðasta átti að vera David Silva ekki David Villa... rugla nöfnunum mikið saman ;) en góðar stundir...

Frelsisson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

og Wenger fer til AC Milan

Hilmar Dúi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 00:48

5 Smámynd: Kristján Jakob Agnarsson

Hilmar þú veist að þú mátt ekki skrifa færslur eftir miðnættið það er ekkért vit í þeim svona seint og svo átt þú að vera sofnaður....

Kristján Jakob Agnarsson, 17.4.2009 kl. 08:23

6 identicon

Liverpool voru með stjörnuframherja í einhverja 4 5 mánuði með torres , en benítes fílaði ekki hárgreiðsluna hans þannig hann skilaði honum aftur og 5 mills með.

Takk... spursari

spurs (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján Jakob Agnarsson
Kristján Jakob Agnarsson
Veiði sjúkur og annálaður fyrir kurteisi

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband